16 May 2013

Hva ble det av tærne mine?


Dette er det jeg ser av tærne mine om dagen.... ja magen vokser og det merkes både på klærne og på strekk smertene jeg har i magen inn i mellom. Selv om det er fantastisk å være gravid da er det ikke bare bare..... en (av mange) kjedelige plager jeg har plundret med de siste ukene er små blødninger. Blod er noe en ikke vil se eller ha i svangerskapet og jeg blir utrolig redd, stressa, nervøs og alt på en gang når det skjer. I dag hadde jeg planer om det ene og det andre men når jeg våknet i morges oppdaget jeg enda en små blødning så da var det bare å finne seg til rette i senga med en film på pc'n og ta det med ro for noen timer. Grunnen for disse blødningene har ikke jordmora funnet men hun har prøvd å få meg til å tro at det ikke er noe farlig (noe jeg ikke blir helt fortrolig med....) Men lille tulla roer meg med masse spark og bevegelser. Tror nok hun har det fint der inne likevel. 


Þetta er það sem ég sé af tánum á mér þessa dagana.... já, maginn vex og ég finn það vel á fötunum mínum og vaxtaverkjunum sem ég er með í maganum reglulega. Þó svo að það sé dásamlegt að vera ólétt þá er það ekki bara dans á rósum.... einn (af mörgum) fylgikvillunum sem ég er búin að fá að prófa eru smá blæðingar. Blóð er eitthvað sem maður vill ekki sjá á meðgöngunni og ég verð ótrúlega hrædd, stressuð, taugaveikluð og allt í einu þegar þetta gerist. Í dag hafði ég hin og þessi plön en þegar ég vaknaði í morgun uppgötvaði ég enn eina blæðinguna. Svo að þá ákvað ég að koma mér vel fyrir uppi í rúmi með mynd í tölvunni og slappa af í nokkra klukkutíma. Ljósmóðirin hefur ekki fundið ástæðuna fyrir þessum blæðingum en hefur reynt að telja mér trú um að þetta sé ekkert hættulegt (samt finnst mér eitthvað erfitt að vera róleg yfir þessu.....) En litla dúllan róar mig með hellings spörkum og hreyfingum. Held að hún hafi það fínt þarna inni þrátt fyrir allt. 


Etter noen timer i ro på morgenkvisten tok jeg meg en tur i byen og shoppet litt klær til både meg og tulla. Sommerkjole til meg og dette settet til hun i magen. Jeg synes newbie klærne fra Kappahl er utrolig vakre! Myke og gode er de og. Gleder meg veldig til å ta disse små plaggene i bruk. Etter shoppinga traff jeg ei venninne på kafé der vi skravlet og koset oss for par timer.
Nå er klærne og flaggene til i morgen stryket, maten er handlet inn, huset er ikke ryddet men beina er høyt.... 


Eftir nokkra tíma í rólegheitunum í morgun fór ég einn rúnt niður í bæ og keypti smá föt handa okkur mæðgunum. Sumarkjól handa sjálfri mér og þetta sett handa lillunni í maganum. Mér finnst þessi fata lína æðisleg! Mjúk, góð og falleg föt í fallegum litum. Hlakka ofboðslega mikið til að geta byrjað að nota þessi föt. Eftir búða hringinn hitti ég vinkonu mína á kaffihúsi og við kjöftuðum og höfðum það kósý í nokkra tíma. 
Á morgun er þjóðhátíðardagur Norðmanna. Dagurinn er tekinn með trompi og norskar húsmæður standa í ströngum undirbúningi í nokkra daga á undan. Til að vera pínulítið með í tilstandinu er ég búin að strauja fötin og fánana fyrir morgundaginn (jább, það er nauðsynlegt að vera með nokkra fána og þeir þurfa að vera ný straujaðir til að þú teljist húsmóðir), er búin að versla í matinn, ekki búin að taka til en er samt búin að koma mér vel fyrir í sófanum og ætla ekki að hafa áhyggjur af draslinu. 


Ha en riktig god 17.mai !!!!! 

10 May 2013

Det skjer faktisk noe her....

Hei, hei, nå er det jammen lenge siden! Blogg lysten har ikke vært her i det hele tatt for noen uker eller måneder. Jeg leser blogger så å si hver dag men har ikke orket å skrive noe selv. Det er likevel MYE som har skjedd i løpet av de siste ukene.... de siste 21 ukene....

Halló, halló, nú er orðið ansi langt síðan ég skrifaði hérna síðast! Ég hef einfaldlega ekki haft orku eða löngun í að skrifa síðustu vikur eða mánuði. Ég les annarra manna blogg daglega en nenni ekki að skrifa sjálf. Samt sem áður en MIKIÐ búið að gerast hjá mér síðustu vikurnar..... síðustu 21 vikuna.... 


Jepp, inne i magen min vokser det et lite menneske!! Tenk så fantastisk! Et bitte, bitte lite menneske som tar fra meg nesten hele energien min :) Men det får ho lov til.... ja jeg sa ho!! Vi venter utrolig nok ei lita tulla!! Vi har tre gutter fra før så jeg var helt sikker på at vi (mannen) bare kunne lage gutter. Vi har jo lykkes veldig bra med guttene våre så jeg var veldig klar for en til, så tanken om ei jente har vært veldig rar. Men etter 3 ultralyd undersøkelser hos 3 forskjellige leger og jordmødre som alle mener at det er ei jente begynner jeg å tro på det. Og gurimalla så mye koselig en kan kjøpe og strikke til jenter!! 

Jább, inni í maganum mínum vex og dafnar lítil manneskja! Hugsa sér, svo dásamlegt! Ein pínu, pínu, lítil manneskja sem tekur frá mér næstum alla orkuna mína :) En hún má það alveg... já ég sagði hún!! Þótt ótrúlegt megi virðast þá eigum við von á stelpu!! Við eigum þrjá stráka fyrir svo ég var alveg handviss um að við (kallinn) gæti bara búið til stráka. Okkur hefur heppnast ótrúlega vel með strákana okkar (nei, ég er ekki hlutdræg) svo að ég var meira en tilbúin í einn strák í viðbót, svo að hugsunin um stelpu hefur eiginlega verið svolítið furðuleg. En eftir þrjár sónarskoðanir hjá þremur mismunandi læknum og ljósmæðrum sem öll hafa sagt að þetta sé stelpa þá er ég byrjuð að venjast tilhugsuninni. Og JIMINNEINI hvað það er margt sætt hægt að kaupa og prjóna á stelpur!! 


Først av pinnene var denne jakka. Størrelse 0-3 måneder (jeg synes 3måneder) i babyull etter et islandsk mønster. Planen er å strikke rosa buksa til og evt lue, sokker og votter. 

Fyrsta flíkin af prjónunum er þessi peysa. Stærð 0-3 mánaða úr merino ull eftir íslenskri uppskrift. Planið er svo að prjóna bleikar buxur við og jafnvel húfu, sokka og vettlinga. 



Halvparten av svangerskapet har gått og til tross for forskjellige plager stor koser jeg meg med magen og de små bevegelsene der inni. Jeg har blitt 40% sykemeldt pga bekkenplager så to dager i uka tar jeg det med ro hjemme og da blir det en del strikking. Kommer til å legge ut flere bilder av rooosa og lilla strikketøy!! Er jo bare så moro å strikke i andre farger en blått og grått :) Og så er jeg veldig glad i å strikke små plagg, det går så fort! 

Meðgangan er hálfnuð og þrátt fyrir hin og þessi óþægindi sem fylgja finnst mér æðislegt að vera ólétt og finna litlu spörkin inni í maganum. Ég er komin í 40% veikindafrí út af grindarverkjum svo að tvo daga í viku tek ég því rólega heima og þá sit ég gjarnan og prjóna. Kem til með að leggja út hérna fleiri myndir af prjónaflíkum í bleiiiiku og fjólubláu!! Það er svo ferlega gaman að prjóna í öðrum litum en bláu og gráu :) Og svo finnst mér líka ótrúlega gaman að prjóna þessar litlu flíkur, það gengur svo hratt!